Skortur á einbýlum á Landspítala – vandamál við einangrun smitandi sjúklinga Faghópur um hjúkrun skrifar 26. janúar 2017 07:00 Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun