Viðskipti innlent

Stundin tapaði 13 milljónum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Stofnendur Stundarinnar fengu nýja hluthafa inn í fyrra.
Stofnendur Stundarinnar fengu nýja hluthafa inn í fyrra.

Útgáfufélagið Stundin ehf. var rekið með 12,9 milljóna króna tapi árið 2015. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins var eigið fé þess neikvætt um 936 þúsund krónur í lok fyrsta rekstrarárs fjölmiðilsins en það skuldaði þá 17 milljónir króna.

Í ársreikningnum segir að gert hafi verið ráð fyrir tíu til 25 milljóna króna taprekstri við uppbyggingu rekstrarins á árinu 2015. Hlutafé fjölmiðilsins hafi verið aukið frá áramótum 2015-2016 og sú aukning hafi gengið að hluta til í gegn í fyrra. Eigið féð hafi þá tímabundið verið neikvætt.

Tíu nýir hluthafar Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf. keyptu á síðasta ári samtals 23,4 prósenta hlut í fjölmiðlinum fyrir ellefu milljónir króna. Píratinn Smári McCarthy, sjávarútvegsfyrirtækið Stormur Seafood og Fjelagið – Eignarhaldsfélag, sem er í eigu einkahlutafélags í Hong Kong, fóru þá inn í eigendahópinn en þar voru fyrir stofnendur fjölmiðilsins. 

Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,03
5
20.272
HEIMA
0,91
3
35.792
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
MARL
0
2
61.880

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-0,58
7
22.145
ORIGO
-0,22
1
784
SJOVA
-0,07
1
1.420
SKEL
0
2
219
SIMINN
0
1
503
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.