Handbolti

Ómar Ingi: Búinn að dreyma um þetta síðan ég var tíu ára

Arnar Björnsson í Metz skrifar

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon stóð sig mjög vel á æfingamótinu í Danmörku og fær núna að spreyta sig á stóra sviðinu hérna í Metz.  

„Mér líður vel og er ánægður með að hafa komið inn í landsliðið og spilað ágætlega,“ segir Ómar Ingi en hvað gera „gömlu refirnir“ í liðinu? Koma þeir eftir leik og klappa á bakið á þér?

„Já, þetta er nokkurn veginn þannig ef ég hef staðið mig vel þá gera þeir það. Það er gott að vera í liðinu og þetta eru ljómandi fínir gaurar.“

Ómar Ingi skoraði tólf mörk í þeim tveimur leikjum sem hann spilaði á æfingamótinu í Danmörku. Hann nýtti 12 af 19 skotum sínum eða 63 prósent skotanna.

Ómar segir að stóri draumurinn sinn sé að rætast með því að fá að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti. „Klárlega. Frá því maður var 10 ára hefur mig dreymt um þetta og þetta er alveg ótrúlega gaman, “ segir Ómar Ingi.

Eru þeir ekkert leiðinlegir við þig þessir „gömlu“? „Nei, nei ég þarf bara að halda á boltapokanum og það er í góðu lagi“.

Ómar Ingi nýtti öll átta vítin sem hann tók á æfingamótinu í Danmörku en hann varð vítaskytta liðsins eftir að Guðjón Valur Sigurðsson klikkaði á sínu fyrsta víti.

Ómar Ingi segir að fái hann tækifæri gegn Spánverjum á morgun ætli hann að reyna að spila góðan handbolta og hjálpa liðinu. Hefur hann trú á því að Íslendingar geti náð hagstæðum úrslitum á morgun? „Já auðvitað, ekki spurning.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Þetta er ógeðslega leiðinlegt

Aron Pálmarsson kom með íslenska landsliðinu til Metz. Það er ekki enn ljóst hvort hann spilar með landsliðinu á HM. Hann fékk sprautu fyrir um viku sem hann vonast til að hjálpi sér að geta spilað á mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira