Innlent

Ólöf: Verð að hafa forgangsröðunina rétta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

„Ég er mjög ánægð með það sem hefur gerst á þessu kjörtímabili og óska nýjum ráðherrum til hamingu,“ sagði Ólöf Nordal við fréttamenn er hún kom til ríkisráðsfunds á Bessastöðum fyrir stundu. Ólöf er í veikindaleyfi og verður ekki ráðherra í nýrri ríkisstjórn.

Ólöf gegndi embætti innanríkisráðherra í síðustu ríkisstjórn og er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún hefur glímt við krabbamein að undanförnu og dró sig til hliðar í kosningabaráttunni í haust til að einbeita sér að því að ná fullum bata.

„Ég vil fyrst og fremst vera með fulla starfsorku og það þarf maður að gera ef maður er ráðherra. Maður verður að hafa forgangsröðunina rétta,“ sagði Ólöf á Bessastöðum aðspurð hvort hún hefði viljað gegna ráðherraembætti áfram.

Þú ert í fyrsta sæti núna, sjálf?

„Jájá, ég held að allir skilji það.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira