Tíska og hönnun

Gæti ekki verið stoltari af samstarfinu

Guðný Hrönn Antonsdóttir skrifar
Gríman Wire Moth minnir óneitanlega á einhvers konar skordýr.
Gríman Wire Moth minnir óneitanlega á einhvers konar skordýr.

Breski listamaðurinn James Merry er þekktur fyrir vinnu sína með Björk Guðmundsdóttur en hann er maðurinn á bak við grímurnar sem prýða gjarnan andlit hennar þegar mikið liggur við. 

Nýverið birti Merry myndband þar sem hann fer yfir verk sín sem hann hefur unnið fyrir Björk síðastliðin átta ár. 

Þar segist hann ekki geta verið stoltari né ánægðari með samstarf þeirra og „grímuævintýrið“ forvitnilega.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira