Sport

Gunnar aftur inn á topp tíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. vísir/getty

Gunnar Nelson er aftur mættur inn á topp tíu á styrkleikalista UFC en nýr listi var birtur í gær.

Gunnar er í tíunda sætinu þar sem Johny Hendricks hrynur niður um heil fimm sæti eftir helgina. Þá tapaði hann gegn Neil Magny.

Það sem meira er þá náði Hendricks ekki vigt enn á ný en það hefur gengið illa hjá honum síðan lyfjaprófunum var breytt hjá UFC. Hann ætlar að færa sig upp um þyngdarflokk enda tapað þrem bardögum í röð í veltivigtinni.

Gunnar hefur ekki keppt síðan 8. maí er hann kláraði Albert Tumenov í annarri lotu. Það var eini bardagi Gunnars á síðasta ári en hann stefndi á að ná fjórum bardögum á árinu. Það gekk ekki eftir.

Kóreumaðurinn Dong Hyun Kim, sem Gunnar átti að berjast við í nóvember, fer upp um tvö sæti, í sjöunda sætið, en hann vann sigur á Tarec Saffiedine á UFC 207.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira