Viðskipti erlent

Ætla að verja 41 billjón króna í endurnýjanlega orku fyrir 2020

Samúel Karl Ólason skrifar
Borgir í norðanverðu Kína hafa nú í nokkrar vikur legið undir mengunarskýjum og hafa áhyggjur af samfélagslegum og efnahagslegum kostnaði þessarar mengunar vaxið að undanförnu.
Borgir í norðanverðu Kína hafa nú í nokkrar vikur legið undir mengunarskýjum og hafa áhyggjur af samfélagslegum og efnahagslegum kostnaði þessarar mengunar vaxið að undanförnu. Vísir/AFP
Kínverjar munu verja um 41 billjón króna (361 milljarður dala) í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa til ársins 2020. Orkustofnun ríkisins segir að það muni skapa um þrettán milljónir starfa, en með þessu vill ríkið draga úr mengun.

Kína reiðir sig að miklu gífurlegu leyti á kol til orkuframleiðslu, en markmiðið er að vindorka, vatnsfallsvirkjanir, sólrafhlöður og kjarnorka skapi fimmtán prósent af orkuþörf Kína árið 2020. Það samsvarar brennslu um 580 milljón tonnum af kolum á ári. Eftir að átakinu líkur verður enn rúmlega helmingur af raforku Kína framleidd með brennslu kola.

Til stendur að fimmfalda raforkuframleiðslu Kína með sólarrafhlöðum á næstu árum, sem samsvarar byggingu þúsund sólarorkuvera. 

Borgir í norðanverðu Kína hafa nú í nokkrar vikur legið undir mengunarskýjum og hafa áhyggjur af samfélagslegum og efnahagslegum kostnaði þessarar mengunar vaxið að undanförnu.

Timelapse frá Peking





Fleiri fréttir

Sjá meira


×