Tónlist

Nýtt myndband frá David Bowie komið út á sjötugsafmæli söngvarans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
David Bowie
David Bowie Vísir/Getty
Segja má að tónlistarmaðurinn David Bowie sé enn að þrátt fyrir að rétt tæplega ár sé liðið frá dauða söngvarans goðsagnarkennda. Búið er að gefa út þrjú ný lög og nýtt tónlistarmyndband sem kom út í dag á afmælisdegi Bowie.

Bowie hefði orðið sjötugur í dag og í tilefni þess var gefið út myndband við lagið No Plan en það og tvö önnur lög úr söngleiknum Lazarus hafa verið gefin út á smáskífu. Hlusta má á lögin þrjú hér.

Lazarus var með síðustu verkum Bowie sem lést 10. janúar á síðasta ári eftir stutta baráttu við krabbamein.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×