Enski boltinn

Áhugi Everton á Gylfa enn til staðar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur komið með beinum hætti að 11 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Gylfi hefur komið með beinum hætti að 11 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Everton hefur áhuga á Gylfa Þór sigurðssyni og vill fá íslenska landsliðsmanninn til sín í janúarglugganum. Þetta kemur fram á Wales Online.

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, renndi hýru auga til Gylfa í sumar og áhugi Hollendingsins hefur ekkert dvínað.

Forráðamenn Swansea hafa þó engan áhuga á að selja Gylfa sem hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu.

Gylfi hefur skorað fimm mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og gefið sex stoðsendingar. Hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Swansea í byrjun ágúst.

Swansea situr í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Svanirnir eru með 15 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

Næsti leikur Swansea er gegn Arsenal á laugardaginn. Það er jafnframt fyrsti deildarleikur liðsins undir stjórn Pauls Clement.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×