Sport

Dana: Conor er ekki í mínum plönum næstu tíu mánuðina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Dana og Conor í nóvember.
Dana og Conor í nóvember. vísir/getty

Það gekk mikið á hjá Conor McGregor og UFC á árinu sem er að líða. Samskipti á mill þessara aðila verða lítil næstu mánuðina.

Conor hætti í MMA er hann var á Íslandi af því UFC ætlaði að þvinga hann til Las Vegas í fjölmiðlavinnu á meðan hann var að jafna sig á því að vinur hans hafði verið valdur að dauða annars bardagakappa í búrinu.

Eftir mikil læti bauðst Conor að koma til baka en UFC stóð á sínu. Conor fékk ekki að taka þátt á UFC 200. Hann kom þó til baka og í síðasta mánuði varð hann fyrsti tvöfaldi meistarinn í UFC.

Conor hefur ákveðið að taka sér gott frí enda lagt mikið á sig ansi lengi. Unnusta hans á líka von á þeirra fyrsta barni í vor.

„Síðast þegar ég talaði við Conor sagðist hann ætla að taka sér tíu mánaða frí. Það eru allir að tala um Conor en ég er ekkert að hugsa um hann. Hann er ekki í mínum plönum næstu tíu mánuðina,“ sagði Dana White, forseti UFC.

„Conor sagði að unnusta sín yrði mjög stressuð er hann keppti og hann vildi ekki leggja það á hana ólétta. Ég ber virðingu fyrir því. Þegar hann er til í að spjalla um næsta bardaga þá veit hann hvernig á að ná í mig.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira