Viðskipti erlent

Nokia lögsækir Apple

Nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Nokia var stærsti farsímaframleiðandi í heimi áður en snjallsímaöldin skall á.
Nokia var stærsti farsímaframleiðandi í heimi áður en snjallsímaöldin skall á. vísir/getty
Finnska farsímafyrirtækið Nokia hefur höfðað mál á hendur tæknirisans Apple. BBC greinir frá þessu.

Nokia vill meina að Apple hafi notað hugmyndir Nokia sem bundar eru einkaleyfum, meðal annars varðandi notendaviðmót og hugbúnað. 

Nokia seldi Apple hluta af einkaleyfum sínum árið 2011. Síðan þá hefur Nokia reynt að selja Apple fleiri einkaleyfi án árangurs. Talsmenn Nokia fullyrða að Apple hafi þrátt fyrir það notað þessar tilteknu uppfinningar. 

Nokia og Apple elduðu reglulega saman grátt silfur í dómstólum á árunum 2009–2011 vegna einkaleyfa á hugmyndum en þá var Nokia leiðandi fyrirtæki í farsímaframleiðslu á heimsvísu.

Nokia kemst hins vegar ekki á lista yfir stærstu snallsímaframleiðendur í heimi árið 2016. Þar er Apple hins vegar í öðru sæti á eftir Samsung. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×