Sport

Ronda náði vigt og rauk svo út

Vigtun fyrir UFC 207 fór fram í Las Vegas í kvöld.

Aðalbardagi kvöldsins er á milli Rondu Rousey og Amöndu Nunes um bantamvigtarbelti kvenna. Þetta er fyrsti bardagi Rondu síðan hún tapaði fyrir Holly Holm fyrir rúmu ári síðan.

Ronda og Nunes náðu báðar vigt. Eftir að hafa stigið á vigtina og horfst í augu við Nunes fór Ronda af sviðinu, án þess að veita viðtöl eins og venjan er.

Dominick Cruz og Cody Garbrandt, sem keppa um bantamvigtarbelti karla, lentu í smá stimpingum en það hefur verið grunnt á því góða milli þeirra í aðdraganda bardagans.

Vigtunina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Fleiri fréttir

Sjá meira