Sport

Fyrrum meistari dregur sig í hlé

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miesha Tate barðist í síðasta sinn í nótt.
Miesha Tate barðist í síðasta sinn í nótt. vísir/getty

Miesha Tate, fyrrum meistari í bantamvigt, tilkynnti að hún væri hætt eftir að hafa tapað fyrir Raquel Pennington á UFC 205 í nótt.

„Ég er hætt. Minn tími er liðinn,“ sagði hin þrítuga Tate eftir að Pennington vann hana sannfærandi í Madison Square Garden í nótt.

Tate var lengi í fremstu röð og varð meistari í bantamvigt þegar hún sigraði Holly Holm á UFC 196 í mars á þessu ári.

Nokkrum mánuðum áður hafði Holm komið öllum á óvart með því að sigra Rondu Rousey í titilbardaga í bantamvigtinni.

Tate hélt titlinum aðeins í 126 daga en hún tapaði fyrir Amöndu Nunes í UFC 200 í júlí. Eftir tapið í nótt ákvað Tate svo að láta gott heita.

Tate vann 18 af 25 bardögum sínum á ferlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira