Körfubolti

Þórir með þrefalda tvennu í stórsigri KR | Fjölnismenn með öruggan sigur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lærisveinar Finns áttu ekki í vandræðum gegn Gnúpverjum.
Lærisveinar Finns áttu ekki í vandræðum gegn Gnúpverjum. Vísir/Anton

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Tóti Túrbó, fór á kostum í öruggum 111-53 sigri KR á Gnúpverjum í 32-liða úrslitum Maltbikarsins í körfubolta í kvöld en á sama tíma komst Fjölnir í 16-liða úrslit eftir sigur á ÍA.

KR var ekkert í því að vanmeta Gnúpverja og náði strax 15-0 forskoti á fyrstu mínútunum og leiddi 27-9 að fyrsta leikhluta loknum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, gat dreift álaginu vel og fengu fjórtán leikmenn KR að spreyta sig í kvöld.

KR leiddi 54-22 í hálfleik og sigldi sigrinum örugglega heim en Þórir var manna bestur með 32 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en Snorri Hrafnkelsson bætti við nítján stigum.

Í liði Gnúpverja var Tómas Steindórsson stigahæstur með 18 stig ásamt því að taka 8 fráköst en Þórir Sigvaldason kom næstur með níu stig.

Í seinni leik dagsins unnu Fjölnismenn öruggan 23 stiga sigur á ÍA á Akranesi 90-67 en Fjölnismenn náðu strax sextán stiga forskoti í fyrri hálfleik og hleyptu Skagamönnum aldrei inn í leikinn á ný.

Collin Anthony Pryor fór fyrir liði Fjölnis með 26 stig, 14 fráköst og átta fráköst en í liði ÍA var Derek Daniel Shouse með tvöfalda tvennu með 29 stig og 10 fráköst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.