Innlent

Lokatölur í Suðurkjördæmi: Unnur Brá nær endurkjöri

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir nær endurkjöri. Athygli vakti þegar hún mætti með ungabarn  í pontu Alþingis á dögunum.
Unnur Brá Konráðsdóttir nær endurkjöri. Athygli vakti þegar hún mætti með ungabarn í pontu Alþingis á dögunum. Vísir/Skjáskot

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, nær endurkjöri samkvæmt lokatölum í Suðurkjördæmi, en talningu lauk þar klukkan 7:10 í morgun.

Kjörsókn var 78,5% og er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn í kjördæminu með 8509 atkvæði eða 31,5 prósent. Næst stærsti flokkurinn í kjördæminu er Framsóknarflokkurinn með 5154 atkvæði eða 19,1 prósent.

Þá hlaut Viðreisn 1983 atkvæði eða 7,3 prósent og ná samkvæmt því einum þingmanni í kjördæminu, henni Jónu Sólveigu Elínardóttur. Samfylkingin nær einum manni inn með 6,4 prósent en Oddný G. Harðardóttir, formaður flokksins, nær jöfnunarsæti.

Eins og tölurnar standa núna er Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkurinn á þingi með 29,1 prósent atkvæða á landsvísu. Vinstri græn koma þar á eftir með 15,8 prósent atkvæða á landinu öllu og þá koma Píratar með 14,5 prósent.

Von er á síðustu tölum í Norðvesturkjördæmi um átta leytið.Fleiri fréttir

Sjá meira