Sport

Fengu far með Gronk án þess að vita af því | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lyft er skutlarafyrirtæki svipað og Uber sem starfar í 200 borgum í Bandaríkjunum og er verðmetið á ríflega fimm milljarða dala.

Hluti af markaðssetningu fyrirtækisins er að fá íþróttastjörnur til að dulbúa sig og skutla óbreyttum borgurum sem vantar far hingað og þangað í borgum Bandaríkjanna.

Rob Gronkowski, leikmaður New England patriots og besti innherji NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, var nú síðast fenginn til að rugla í farþegunum og tókst það ansi vel til.

Hann fékk fólkið til að tala um sig og Tom Brady, leikstjórnanda Patriots, á meðan það var inn í bílnum áður en það kenndi fólkinu að fagna snertimörkum eins og hann gerir.

Lyft hefur áður fengið körfuboltamanninn Shaquille O'Neal í þetta sem og hafnaboltastjörnuna David Ortiz, NFL-bakvörðinn Richard Sherman og kappaksturskonuna Danicu Patrick.

Myndbandið af Gronk má sjá hér að ofan en hinar stjörnunar eru hér að neðan.

Shaquille O'Neal: David Ortiz: Richard Sherman: Danica Patrick:
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×