Innlent

Sjómenn funda í dag

Gissur Sigurðsson skrifar
Fundurinn verður sá fyrsti eftir að sjómenn samþykktu í síðustu viku að boða til verkfalls.
Fundurinn verður sá fyrsti eftir að sjómenn samþykktu í síðustu viku að boða til verkfalls. vísir/gva
Sjómenn og útvegsmenn koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag og verður það fyrsti fundur deilenda eftir að sjómenn samþykktu í síðustu viku, með miklum meirihluta atkvæða, að boða til ótímabundins verkfalls 10. nóvember næstkomandi.

Mikið ber í milli, en sjómenn leggja mikla áherslu á að jafna fiskverð og að tekið verði á mönnunarmálum á fiskiskipum.

Jafnframt vilja þeir bætur vegna afnáms sjómannaafsláttar á sköttum, hækkun á fatapeningum og að í skrefum verði svokallað nýsmíðiálag lagt af, en það felur í sér tíu prósenta lækkun launa sjómanna fyrstu sjö árin eftir að útgerðin kaupir nýtt skip, sem þeir fara að vinna á.


Tengdar fréttir

Sjómenn og fiskvinnslur vilja markaðsverð á fiski

Formaður Sjómannasambands Íslands vill að sjómenn útgerða sem reka eigin fiskvinnslu fái markaðsverð greitt fyrir aflann. Þeir fá nú greitt allt að helmingi lægra verð. Formaður SFÚ segir núverandi fyrirkomulag sovéskan búskap og að þa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×