Innlent

Lúpínan þekur að lágmarki 314 ferkílómetra

Svavar Hávarðsson skrifar
Lúpína þekur orðið 300 til 400 ferkílómetra lands.
Lúpína þekur orðið 300 til 400 ferkílómetra lands. vísir/gva

Kortlagning Náttúrufræðistofnunar Íslands á útbreiðslu og flatarmáli alaskalúpínu sýnir að heildarflatarmál hennar árið 2016 er að lágmarki 314 ferkílómetrar.

Mest er lúpína á Suðurlandi, Suðvesturlandi og Norðausturlandi. Alaskalúpína er skilgreind sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi.

Langmest er hún á Suðurlandi og Norðausturlandi en í þeim landshlutum hefur hún mest dreift sér. Á Suðvesturlandi, einkum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ, er einnig mikil lúpína.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Ganga um og eyða lúpínu á Reykjanesi

Sjálfboðaliðasamtök ætla í sumar í tvær ferðir á Reykjanesið til að eyða lúpínu. Einnig mun Hafnarfjarðarbær hjálpa til með því að bjóða starfsfólk Vinnuskólans í verkefnið.

Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík

Áætlun um eyðingu á lúpínu, kerfli og njóla í Dalvíkurbyggð verður hrint í framkvæmd næsta vor. Beita á „gjöreyðingarlyfinu“ Roundup. Bæjaryfirvöld vilja alla landeigendur í sveitarfélaginu með í verkefnið sem taka á fimm ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.