Fyrrverandi mannauðsstjóri Landspítalans fær umtalsvert hærri bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2016 16:44 Landspítalinn. Mynd/Vilhelm Hæstiréttur hefur dæmt Landspítalann til þess að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans, 67 milljónir vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Hækka bætur hennar til muna en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt henni 27 milljónir vegna starfslokasamningsins. Landspítalinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist sýknu í málinu. Kristjana Erna áfrýjaði einnig dómi héraðsdóms og krafðist þess að viðurkennt yrði að Landspítalinn yrði skylt að greiða sér laun starfsmannastjóra mánaðarlega frá 1. nóvember 2016 til 31. maí 2017 samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Málið má rekja til þess að þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017.Sjá einnig: Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónirBjörn Zöega, var forstjóri Landspítalans þegar umræddur starfslokasamningur var gerður.Vísir/GVASamið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Í upphafi árs 2014 kallaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalands, Kristjönu á sinn fund og tjáði henni að Björn hefði ekki haft heimild til þess að gera við hana starfslokasamning að mati fjármálaráðuneytisins. Því væri Landspítalanum óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Var Kristjönu boðið að taka að sér starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum. Sætti Kristjana sig ekki við það og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Taldi Hæstaréttur að Kristjana ætti rétt til efndabóta, sem geri hana eins setta fjárhagslega og ef samningurinn hefði verið réttilega efndur. Í dómi héraðsdóms sagði að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm en hækkaði bæturnar sem Kristjana fær úr 27 milljónum í 67 milljónir í samræmi við aðalkröfu Kristjönu. Hafði sú krafa ekki sætt neinum andmælum af hálfu Landspítalans og var hún því tekin til greina.Dóm Hæstaréttar má sjá hér. Tengdar fréttir Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Landspítalann til þess að greiða Kristjönu Ernu Einarsdóttur, fyrrum starfsmannastjóra Landspítalans, 67 milljónir vegna starfslokasamnings sem gerður var við hana árið 2013 er henni var sagt upp störfum. Hækka bætur hennar til muna en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt henni 27 milljónir vegna starfslokasamningsins. Landspítalinn áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar og krafðist sýknu í málinu. Kristjana Erna áfrýjaði einnig dómi héraðsdóms og krafðist þess að viðurkennt yrði að Landspítalinn yrði skylt að greiða sér laun starfsmannastjóra mánaðarlega frá 1. nóvember 2016 til 31. maí 2017 samkvæmt þeim samningi sem gerður var. Málið má rekja til þess að þann 2. maí 2013 undirrituðu Björn Zöega, þáverandi forstjóri Landspítalands, og Kristjana Erna, starfslokasamning. Hljóðaði hann þannig að Kristjana Erna myndi láta af starfi starfsmannastjóra og fara í námsleyfi frá 1. júní 2013 til 31. maí 2014. Að því loknu skyldi hún snúa aftur til starfa og vera forstjóra til ráðgjafar um mannauðsmál og önnur tilfallandi verkefni til 31. maí 2017.Sjá einnig: Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónirBjörn Zöega, var forstjóri Landspítalans þegar umræddur starfslokasamningur var gerður.Vísir/GVASamið var um að laun Kristjönu skyldu vera þau sömu og hún hafði áður notið sem starfsmannastjóri. Í upphafi árs 2014 kallaði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalands, Kristjönu á sinn fund og tjáði henni að Björn hefði ekki haft heimild til þess að gera við hana starfslokasamning að mati fjármálaráðuneytisins. Því væri Landspítalanum óheimilt að efna þann starfslokasamning sem gerður var. Var Kristjönu boðið að taka að sér starf við uppbyggingu nýrra bygginga á Landspítala en með lækkuðum launum. Sætti Kristjana sig ekki við það og taldi að starfslokasamningur sem hún gerði við forvera Páls í starfi væri enn í fullum gildi. Taldi Hæstaréttur að Kristjana ætti rétt til efndabóta, sem geri hana eins setta fjárhagslega og ef samningurinn hefði verið réttilega efndur. Í dómi héraðsdóms sagði að Landspítalanum hafi ekki verið heimilt að slíta ráðningarsambandi aðila upp á sitt eindæmi. Hæstiréttur staðfesti þennan dóm en hækkaði bæturnar sem Kristjana fær úr 27 milljónum í 67 milljónir í samræmi við aðalkröfu Kristjönu. Hafði sú krafa ekki sætt neinum andmælum af hálfu Landspítalans og var hún því tekin til greina.Dóm Hæstaréttar má sjá hér.
Tengdar fréttir Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Landspítalinn þarf að greiða fyrrverandi starfsmannastjóra tæpar 27 milljónir Landspítalinn taldi sig ekki mega efna starfslokasamning sem fyrrum forstjóri gerði við starfsmannastjórann. 19. nóvember 2015 12:15