Innlent

Lögregla fær ábendingar um vinnumansal vikulega

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ábendingum um mansal á vinnumarkaði til lögreglu hér á landi frá almenningi hefur fjölgað mikið á undanförnum mánuðum. Sérfræðingur í rannsóknum mansalsmála  telur að heildarmálafjöldin verði meiri á þessu ári en því síðasta. En mikil eftirspurn er eftir erlendu vinnuafli á Íslandi um þessar mundir.

„Við erum vikulega að fá ábendingar eða tilkynningar um það að það sé eitthvað sem mætti í sumum tilfellum kalla mansal en í sumum tilfellum eru þetta ábendingar sem við fylgjum eftir og sjáum svo að það er ekki fótur fyrir því. Þetta er að aukast verulega núna. Það er staðreynd,“ segir Snorri Birgisson, sérfræðingur í rannsóknum mansalsmála.

Hann telur að ábendingum fjölgi í takt við aukna vitundarvakningu almenning á einkennum mansals. „Það eru líka í raun þeir sem vinna út á örkinni með fólki. Þeir sem starfa í þeim geira eru farnir að geta borið kennsl á mansal,“ segir Snorri.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið er gríðarlegur skortur á vinnuafli í landinu, aðallega í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, og hefur það verið talið hafa áhrif á fjölgun erlends vinnuafls.

Snorri segir að lögreglan hafi áhyggjur af aukningu starfsmannaleiga á Íslandi en Fréttablaðið greindi frá því í dag að þær væru 25 talsins og að rúmlega þúsund starfsmenn starfi fyrir þær sem langflestir koma frá Austur-Evrópu. „Það er ekki öll sagan sögð með starfsmannaleigunum vegna þess að það eru líka einstaklingar sem hafa verið að fá kunningja eða vini í vinnu hér á landi og það er eitthvað sem fer ekki í gegn um yfirvöld hér á landi og við vitum aldrei af fyrr en það er tilkynnt um aðstæður einstaklingsins,“ segir Snorri.

Snorri segir að meintir gerendur séu bæði Íslendingar og útlendingar. Þolendur hafi einungis veriðútlendingar.

Í fyrra komu upp 10 mál þar sem rökstuddur grunur var um mansal. Snorri telur að í ár verði málin fleiri. „Ég hef tröllatrúáþví að málin íár verði fleiri,“ segir hann.


Tengdar fréttir

Starfsmannaleigum fjölgar mjög ört

„Við hjá ASÍ sjáum fyrir að starfsmannaleigum muni fjölga ört og því er nauðsynlegt að við höfum þau úrræði sem við þurfum til þess að takast á við kjarabrot, komi þau upp,“ segir Halldór Grönvold.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×