Innlent

Rekinn frá Gróttu, drullar yfir reyndan íþróttafréttamann og Aron Pálmarsson blandar sér í málið

Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson skrifa
Karl hefur látið Ívar Ben heyra það á Facebook.
Karl hefur látið Ívar Ben heyra það á Facebook. vísir/stefán
Karl Erlingsson, sem nýverið var látinn taka pokann sinn sem aðstoðarþjálfari kvennaliðs Gróttu í handknattleik, vandar Ívari Benediktssyni, íþróttafréttamanni á Morgunblaðinu og Mbl.is ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum Facebook. Karl var vikið úr starfi eftir að hafa helt sér yfir dómara og eftirlitsdómara í Olís-deild kvenna á dögunum.

Ívar er einn helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar úr stétt fjölmiðla. Eftir ummæli Karls benti hann á það á Twitter á mánudaginn að Karl væri enn í starfi, þrátt fyrir framkomuna. Svo fjallaði hann um málið í Bakverði í íþróttablaði Morgunblaðsins.

Ívar upplýsti sjálfur um orðasendingar Karls til sín í kjölfarið:

„Svakalega ertu mikill aumingi maður. Ég held að þú eigir enginn hlý orð skilin, takk fyrir skepnuskapinn. og aumingjaskapinn, að sjálfsögðu. Skrollaðu þessu á íþróttasíðuna hjá þessu fasistablaði þínu og gormaðu það í leiðinni fáviti sem veist ekkert um handbolta!," segir Karl við Ívar og bætir við; Haltu bara áfram með Haukunum. Í leiðinni krefst ég þess að þú leiðréttir frétt sem þú varst beðinn um að leiðrétta fyrir 30 árum og gerðir aldrei, kallaðir mig Lof!!! fáviti og ekkert annað.“

Umræddur leikur var viðureign ríkjandi Íslandsmeistara Gróttu og Hauka sem Hafnfirðingar unnu 29-25. Dómarar leiksins, þeir Mattías Leifsson og Ernir Arnarsson, fengu væna pillu á Facebook og eftirlitsdómarinn Kristján Halldórsson sömuleiðis.

Ívar hefur í dag deilt nokkrum skjáskotum um samskipti hans við Karl og það sem fyrrum aðstoðarþjálfari Gróttu hefur deilt frá sér á samskiptamiðlum. Fleiri í handboltahreyfingunni hafa tjáð sig um málið á Twitter í dag og má þar nefna landsliðsmanninn Aron Pálmarsson.

Hér að neðan má sjá umræðuna sem hefur verið á Twitter í dag og skoða umrædd skjáskot.

Að ofan má sjá samskipti Ívars og Karls á Facebook. Ívar fjallaði um frammistöðu Janusar Daða Smárasonar og Karl er ósáttur við það. Aron Pálmarsson, atvinnumaður og landsliðsmaður í handbolta, segir sína skoðun á málinu. Sömuleiðis Ásgeir Jónsson, fyrrverandi leikmaður og blaðamaður.

Tengdar fréttir

Karl hættur hjá kvennaliði Gróttu

Karl Erlingsson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Gróttu í kvennahandboltanum en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Handknattleiksdeild Gróttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×