Viðskipti innlent

Árvakur festir kaup á útvarpsrekstri Símans

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá Hádegismóum.
Frá Hádegismóum. vísir/gva
Árvakur hf. sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is hefur fest kaup á öllum útvarpsrekstri Símans en þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum fyrirtækis síðdegis í dag. Greint er frá kaupunum á mbl.is en með þeim tekur Árvakur yfir rekstur útvarpsstöðvanna K100 og Retro.

Þá hefur Árvakur jafnframt fest kaup á öllu hlutafé í Eddu – útgáfu ehf. en fyrirtækið gefur meðal annars út Andrésblöðin og myndasögubækurnar Syrpu. Starfsemi útgáfunnar mun flytjast í húsnæði Morgunblaðsins í Hádegismóum.

Í frétt mbl.is kemur fram að kaupin séu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og munu ekki koma til framkvæmda fyrr en það hefur fengist. Þá er kaupverðið trúnaðarmál.

Á starfsmannafuninum í dag tilkynnti Haraldur Johannesson framkvæmdastjóri Árvakurs og ritstjóri Morgunblaðsins einnig afkomu fyrirtækisins á síðasta ári en tæplega 164 milljóna króna tap af rekstrinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×