Innlent

Af miðstjórnarfundi til fundar við Danadrottningu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær. vísir/sveinn
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra fer í dag í opinbera heimsókn til Danmerkur í boði Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur. Sigurður Ingi mun funda með Lars Løkke og þá mun hann einnig eiga einkasamtal með Margréti Þórhildi Danadrottningu, ásamt því að eiga fund með forseta danska þingsins.

Þá mun Sigurður Ingi einnig heimsækja Kaupmannahafnarháskóla, Árnasafn og Jónshús, ásamt því að hitta Íslendinga búsetta í Danmörku. Heimsókninni lýkur svo á miðvikudag.

Flokksþing Framsóknarflokksins fer fram þann 1. og 2. október en það var samþykkt á haustþingi miðstjórnar flokksins í gær. Ekki liggur fyrir hvort að Sigurður Ingi hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins en hann lýsti því í ræðu sem hann hélt á fundinum í gær að hann hygðist ekki gegna varaformennsku áfram í flokknum vegna trúnaðarbrests í stjórninni.


Tengdar fréttir

Segir Sigurð Inga hafa fengið reiðilestur frá Sigmundi Davíð á miðstjórnarfundi

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins lýsti því í ræðu í almennum umræðum á haustfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á Akureyri í gær, að hann gæti ekki boðið sig fram til varaformennsku að óbreyttri stjórn flokksins á flokksþingi hans sem ákveðið var í gær að fram færi dagana 1. til 2. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×