Sport

Jón Margeir í úrslit í 200 metra fjórsundi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jón Margeir keppir til úrslita í kvöld
Jón Margeir keppir til úrslita í kvöld mynd/ÍF
Jón Margeir Sverrisson komst í úrslit í 200 metra fjórsundi á síðasta keppnisdegi sundkeppninnar á Ólympíumóti fatlaðra í Rio í Brasilíu í dag.

Jón Margeir sem keppir í flokki S14 synti á 2:19,56 mínútum og varð í sjöunda sæti í undanrásunum og syndir því til úrslita klukkan 22:51 í kvöld.

Tveir aðrir íslenskar sundkonur kepptu einnig í dag. Thelma Björg Björnsdóttir varð í 15. sæti í 100 metra skriðsundi í flokki S6 á 1:27,04 mínútum. Hún komst því ekki í úrslit.

Sonja Sigurðardóttir varð í 15. sæti í 50 metra skriðsundi í flokki S4 á 1:03,39 mínútum og komst ekki heldur í úrslit. Hún hefur líkt og Thelma Björg lokið leik á Ólympíumótinu í Rio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×