Fótbolti

Skotar án lykilmanna gegn Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kim Little í leik með skoska landsliðinu.
Kim Little í leik með skoska landsliðinu. Vísir/Getty
Ísland mætir Skotlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2017 á Laugardalsvelli á morgun.

Bæði lið eru komin áfram í lokakeppnina en í húfi er toppsæti riðilsins. Ísland er með þriggja stiga forystu á Skota fyrir lokaumferðina.

Skotar verða þó án sinna tveggja bestu leikmanna í leiknum en Kim Little og Ifeoma Dieke eru ekki með í för skoska liðsins til landsins.

Little er einn besti miðjumaður heims en hún leikur nú með Seattle Reign í Bandaríkjunum. Dieke leikur með Vittsjö í Svíþjóð.

Leikur Íslands og Skotlands hefst klukkan 17.00 á morgun en Ísland er með fullt hús stiga í riðlinum og markatöluna 33-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×