Innlent

Benedikt býður sig fram í Norðausturkjördæmi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Benedikt Jóhannesson býður sig fram í Norðausturkjördæmi, en ekki þar sem hann býr - í Reykjavík.
Benedikt Jóhannesson býður sig fram í Norðausturkjördæmi, en ekki þar sem hann býr - í Reykjavík. Vísir/Stefán
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Norðausturkjördæmis í komandi þingkosningum, en sjálfur býr hann í Reykjavík. Þetta kom fram í máli hans í Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.

Benedikt sagði í viðtalinu að flokkurinn hugsii um Ísland sem eina heild en ekki sem borgríki gegn landsbyggðinni, líkt og hann orðaði það. Það sé ástæðan fyrir því að flokkurinn vilji hafa sterka frambjóðendur í öllum kjördæmum.

Þeir áhrifamenn sem eru í Norðausturkjördæmi og ætla að bjóða sig fram eru meðal annars Steingrímur J. Sigfússon, Kristján Þór Júlíusson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×