Innlent

Ljóst hverjir skipa sex efstu sætin á lista sjálfstæðismanna í NA-kjördæmi

Atli ísleifsson skrifar
Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður skipar þriðja sæti listans.
Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður skipar þriðja sæti listans. Vísir/Vilhelm
Niðurstöður liggja nú fyrir í kosningu sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi um hverjir skipi sex efstu sætin á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra mun leiða listann, en Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri skipar annað sætið. Valgerður Gunnarsdóttir þingmaður verður í þriðja sæti og Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi þingmaður, í því fjórða.

Elvar Jónsson, laganemi og varaformaður SUS, skipar fimmta sætið og Melkorka Ýrr Yrsudóttir nemi það sjötta. Önnur sæti á lista flokksins verða í höndum kjörnefndar.

Alls voru tíu manns í framboði, en tvöfalt kjördæmisþing flokksins í Norðausturkjördæmi fer nú fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×