Fótbolti

Allra augu á Shevchenko

Arnar Björnsson í Kænugarði skrifar
Það verður mikil pressa á Andriy Shevchenko í kvöld þegar hann stýrir Úkraínumönnum í fyrsta sinn á galtómum Olympíuleikvanginum hér í Kiev.

Honum er ætlað að koma liðinu á skríð á nýjan leik eftir vonbrigðin á Evrópumótiu í sumar.  

Fjölmargir blaðamenn voru á fundinum hjá honum í gær. Þegar hann var spurður að því hvort hann væri búinn að velja liðið sagðist hann 90 prósent klár á uppstillingunni.

Einhverjir glíma við meiðsli og þá er hann ekki enn búinn að tilkynna hver verður fyrirliði.

Anatoliy Tymoshchuk er hættur að spila en hann er leikjahæsti Úkraínumaðurinn, lék 144 leiki á 16 árum. Hann er orðinn 37 ára eins og Vyacheslav Shevchuk sem bar fyrirliðabandið í Frakklandi í sumar en þessi gamli varnarjaxl er ekki lengur í hópnum.  

Annars var létt yfir æfingunni hjá Úkraínumönnum í gær. Blaðamönnum var heimilt að taka viðtöl við leikmenn en það fengu íslenskir blaðamenn ekki að gera á æfingu okkar manna í gær.  

Shevchenko þjálfari á að baki glæsilegan fótboltaferil, skoraði 48 mörk í 111 leikjum með landsliðinu. Andriy Yarmolenko sem væntanlega spilar í kvöld kemur næstur með 25 mörk í 62 leikjum.

Þeir blaðamenn sem ég ræddi við hafa áhyggjur af bakvarðarstöðunum og þá sérstaklega vinstra megin. Líklegt þykir að Bogdan Butko leysi þá stöðu en hann spilar venjulega sem hægri bakvörður hjá Shaktar Donetsk.   

Það eru án efa tækifæri fyrir okkar menn að finna leiðina framhjá varnarmönnum Úkraínumanna og vonandi þarf Andriy Pyatov að hirða boltann úr markinu sínu.


Tengdar fréttir

Jón Daði: Getum ekki beðið eftir að byrja

Jón Daði Böðvarsson hefur byrjað vel með Úlfunum í enska fótboltanum. Það kemur mikið til með að mæða á honum í framlínunni gegn Úkraínumönnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×