Körfubolti

Hlynur leikur sinn 100. landsleik gegn Belgum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hlynur er einn af frákastahæstu leikmönnum í undankeppni EM 2017.
Hlynur er einn af frákastahæstu leikmönnum í undankeppni EM 2017. vísir/ernir
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsiðsins, leikur sinn 100. landsleik þegar Ísland mætir Belgíu í Antwerpen í kvöld.

Þetta er þriðji leikur íslensku strákanna í undankeppni EM 2017 en þeir eru með fullt hús stiga í riðli 3 líkt og Belgar.

Landsliðsferill Hlyns hófst fyrir 16 árum í Makedóníu en hann var aðeins 18 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta landsleik.

Hlynur, sem er nýgenginn í raðir Stjörnunnar, er sá þrettándi sem nær að spila 100 landsleiki fyrir Ísland. Guðmundur Bragason er sá leikjahæsti með 169 landsleiki.

Logi Gunnarsson er leikjahæstur í íslenska hópnum en hann leikur landsleik númer 127 í kvöld.

Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:00. Fylgst verður með honum í beinni textalýsingu á Vísi.

Hundrað leikja klúbburinn:

Guðmundur Bragason, Valur Ingimundarson, Jón Kr. Gíslason, Torfi Magnússon, Guðjón Skúlason, Jón Sigurðsson, Teitur Örlygsson, Friðrik Stefánsson, Herbert Arnarson, Falur Harðarson, Jón Arnar Ingvarsson, Logi Gunnarsson og Hlynur Bæringsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×