Ekki nógu margir kokkar á landinu til að anna eftirspurn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 18:45 Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“ Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira