Ekki nógu margir kokkar á landinu til að anna eftirspurn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 18:45 Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“ Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira