Atvinnumennska er ekki bara gull og grænir skógar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 06:00 Ragnar í leik með Þór. fréttablaðið/ernir „Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“ Körfubolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
„Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“
Körfubolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira