Erlent

Playboysetrið selt fyrir ellefu milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Hugh Hefner.
Hugh Hefner. Vísir/Getty
Hugh Hefner, stofnandi og eigandi Playboy, hefur selt setur fyrirtækisins í Los Angeles fyrir hundrað milljónir dala, eða um ellefu milljarða króna. Hefner, sem er níræður, mun búa í setrinu til æviloka, en það var keypt af Daren Metropoulos. Upphaflega stóð til að selja það á 200 milljónir dala fyrir það.

Hefner mun greiða milljón dala á ári fyrir að búa í setrinu.

Fyrirtækið Playboy keypti setrið árið 1971 en samkvæmt Reuters var verðið á því 1,1 milljón dala. Það var byggt árið 1927 og er 1.858 fermetrar að stærð. Lóð setursins er um tveir hektarar. 29 herbergi eru í húsinu, sundlaug, tennisvöllur og því fylgir leyfi til að reka þar dýragarð.

Metropoulos ætlar sér að semtengja Playboysetrið við nærliggjandi húsnæði sem hann keypti árið 2009. Úr mun verða þriggja hektara lóð og ætlar hann sér að búa þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×