Innlent

Ritari Samfylkingarinnar: „Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ragnheiður Elín, Ásmundur og Árni sækjast öll eftir oddvitasæti í Suðurkjördæmi.
Ragnheiður Elín, Ásmundur og Árni sækjast öll eftir oddvitasæti í Suðurkjördæmi. vísir
„Duglaus ráðherra, rasisti og dæmdur þjófur. Hver þeirra hreppir oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi? Fylgist með.“ Svo ritar Óskar Steinn Jónínu Ómarsson á Twitter-síðu sína. Óskar var í upphafi júnímánaðar kjörinn ritari Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins.

Augljóst er af tístinu að átt er við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ásmund Friðriksson, þingmann flokksins, og Árna Johnsen, fyrrverandi þingmann flokksins.

Með hinum dæmda þjófi er átt við Árna Johnsen. Árið 2003 var Árni dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Árna var veitt uppreist æru árið 2006 af handhöfum forsetavalds, þeim Geir H. Haarde, Gunnlaugi Claessen og Sólveigu Pétursdóttur. Hann tók sæti á þingi á ný árið 2007 og sat til 2013. 

Duglausi ráðherrann hlýtur að vera Ragnheiður Elín Árnadóttir en enn sem komið er er hún eini ráðherrann sem hefur farið fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. 

Sjá einnig:Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna

Ásmundur Friðriksson tilkynnti fyrir skemmstu að hann sæktist eftir fyrsta eða öðru sæti á lista flokksins í komandi kosningum. Ásmundur hefur í gegnum tíðina verið umdeildur fyrir að vilja „taka umræðuna“ um málefni útlendinga og flóttafólks. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×