Jakob Örn hættur með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2016 11:29 Jakob Örn í leik með íslenska landsliðinu. Hann á að baki fimmtán ára feril með því og lék á þeim árum 85 landsleiki. Vísir/Valli Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Fleiri fréttir Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Sjá meira
Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14