Innlent

Bæring enn hættur við

Samúel Karl Ólason skrifar
Andri Snær Magnason og Bæring Ólafsson.
Andri Snær Magnason og Bæring Ólafsson.

Bæring Ólafsson ætlar ekki að breyta ákvörðun sinni og gefa aftur kost á sér forseta Íslands. Hann dró framboð sitt til baka þann 24. apríl eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa aftur kost á sér.

„Ég er hugsanlega að hugsa um að hætta við að hætta,“ sagði Bæring á mánudaginn. Hann sagði ákvörðun Ólafs Ragnars að hætta við framboð vera fíflalega.

„Ég óska hér með öllum frambjóðendum góðs gengis og heilla í komandi forsetakosningum. Ég vil þó benda á að það eru fleiri kostir en þeir tveir sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur vakið athygli á,“ segir Bæring nú í tilkynningu til fjölmiðla.

Hann lýsir yfir stuðningi við Andra Snæ Magnason og skorar á fólk að kynna sér framboð hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.