Innlent

Benedikt Sveinsson: „Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, segir að félag sitt sem skráð er á Tortóla hafi verið stofnað og skráð þar að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Það hafi verið stofnað í tengslum við kaup á húsi hans og Guðríðar Jónsdóttur, eiginkonu hans, í Flórídafylki í Bandaríkjunum.

„Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu,“ segir Benedikt í yfirlýsingu sem send var fréttastofu á sjötta tímanum í dag. ?

Sjá einnig: Faðir Bjarna Ben átti félag á Tortóla 

Stundin fjallaði um málið í dag. Þar kemur fram að Benedikt hafi stofnað félagið Greenlight Holding Luxembourg árið 2000 og að lögmannsstofan Mossack Fonseca hafi séð um umsýslu þess. Félagið var skráð úr fyrirtækjaskrá Tortólu árið 2010 eða um það leyti er lög tóku gildi hér á landi sem gerðu eigendur aflandsfélaga skattskylda vegna tekna á erlendri grundu. Benedikt og Guðríður Jónsdóttir kona hans sátu í stjórn félagsins og höfðu prókúru fyrir það. Starfsmenn Kaupþings í Lúxemborg sáu um að stofna félagið og færðu það síðan yfir á hjónin.

Benedikt hafnar því að hafa átt fé á aflandseyjum. Hann segir að unnið sé að því að færa eignarhald á húsinu hingað til lands.

„Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur.  Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands. Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér.  Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.“    

Yfirlýsing Benedikts í heild sinni:
Að gefnu tilefni
Árið 2000 keyptum við hjónin hús í Floridafylki í Bandaríkjunum. Húsið var skráð á eignarhaldsfélag á Bresku Jómfrúareyjum að ráðleggingum bandarískra lögmanna. Engar aðrar eignir hafa verið í félaginu.   

Félagið hefur ávallt verið talið fram til skatts á Íslandi og en aldrei haft neinn rekstur með höndum og engar tekjur.  Umrætt félag er í slitameðferð og unnið er að því að færa eignarhald á húsinu til Íslands.  

Ég hef alla tíð búið á Íslandi og greitt mína skatta hér.  Ég hef ekki átt neitt fé á aflandseyjum.    

Benedikt Sveinsson


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.