Erlent

Afsögn forsætisráðherra stærsta frétt miðla um allan heim

Jóhann Óli EIðsson skrifar
Andlit Sigmundar Davíðs er á forsíðum fjölmiðla um heim allan.
Andlit Sigmundar Davíðs er á forsíðum fjölmiðla um heim allan.
Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er stærsta fréttin á erlendum miðlum víðsvegar um heim. Víða er því slegið upp að hann sér fyrsti embættismaðurinn sem hrökklast úr starfi í kjölfar Panama-skjalanna.

Jon Henley, blaðamaður The Guardian, er mættur til landsins og færir lesendum síðunnar nýjustu fréttir um leið og þær berast.

Fréttin er einnig fyrsta frétt sem blasir við miðla á borð við BBC, CNN, DR, SVT og svo mætti lengi telja.

Þá er vert að minnast þess að Ísland rataði inn lista yfir þá hluti sem vinsælastir eru á Twitter og það á tveimur tungumálum. IcelandPM, Iceland og Islandia er meðal hluta sem er á milli tannanna á fólki en hátt í milljón tíst hafa farið um vefinn þar sem þessi orð er að finna.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð hættur

Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×