Innlent

Búist við margmenni á mótmælum í dag

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Um 20 þúsund manns mættu á mánudag.
Um 20 þúsund manns mættu á mánudag. Vísir/Ernir

Tæplega 4000 manns hafa þegar boðað komu sína á mótmæli sem fara eiga fram fyrir utan Alþingishúsið í dag. Það er hópurinn Jæja sem boðar til mótmælanna en það er einnig sami hópur og skipulagði mótmælin á mánudag ásamt Skiltaköllunum. Mótmæli gærdagsins voru skipulögð af hópnum Beinar aðgerðir sem hefur töluvert minna fylgi á Facebook en Jæja hópurinn sem hefur þar 11 þúsund fylgjendur.

Krafa mótmælanna í dag er skýr; að boðað verði til kosninga strax. Í textanum segir m.a., „Fullkomin óvissa og upplausn ríkir nú í landinu. Stjórnvöld hafa hafa sýnt okkur ítrekað getuleysi í störfum sínum og eru augljóslega óhæf til að stjórna landinu.“

Í viðtali við Stöð 2 í hádeginu sagði talsmaður hópsins; „við vorum að óska eftir siðferði á þingi, það kallaði enginn „Sigurður Ingi!“

Mótmælin hefjast klukkan 17:00.
Greinin var uppfærð kl.15:44.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira