Viðskipti innlent

Kolbeinn Árnason hættir hjá SFS og fer í stjórn LBI

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kolbeinn Árnason, lætur af störfum sem framkvæmdastjóri SFS.
Kolbeinn Árnason, lætur af störfum sem framkvæmdastjóri SFS.
Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og hverfa til annarra starfa á nýjum vettvangi.  Kolbeinn leiddi sameiningu hagsmunasamtaka innan sjávarútvegsins og varð fyrsti framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem stofnuð voru 31. október 2014, segir í tilkynningu.

Í samtali við Vísi segist Kolbeinn hafa verið beðinn um að taka sæti í stjórn LBI, gamla Landsbankans, en aðalfundur félagsins fer fram í næstu viku.

Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) árið 2013.

Kolbeinn er lögfræðingur að mennt. Hann starfaði um árabil í sjávarútvegsráðuneytinu sem skrifstofustjóri og síðar sem fulltrúi þess í Brussel. Hann var lögfræðingur hjá Kaupþingi og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mun stýra skrifstofu samtakanna þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×