Lífið

Símahrekkur Brennslunnar: Rikki G hélt að hann væri að lýsa fyrir Sky

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikki tekinn.
Rikki tekinn.
Strákarnir í Brennslunni tóku Ríkarð Óskar Guðnason, dagskrástjóra FM957 gjörsamlega í nefið í morgun þegar þeir spiluðu símahrekk sem hafði verið í undirbúningi í nokkrar vikur.

Rikki G. var á dögunum veislustjóri á áshátíð Sportshússins og var hrekkurinn unninn í samstarfi við þá líkamsræktarstöð.

Þeir Hjörvar og Kjartan Atli fengu enskan mann til að hafa samband við Rikka og biðja hann um að aðstoða þá við að lýsa nokkrum myndbrotum. Rikki átti því að lýsa frægu marki sem Danny Welbeck skoraði og gerði Ríkharð nokkuð frægan um heim allan á dögunum. Hann átti einnig að lýsa tveimur mörkum sem Manchester United skoraði gegn Bayern Munchen í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 1999 á Nou Camp, sennilega tvö frægustu mörk í sögu Meistaradeildarinnar.

Að lokum var hann beðin um að lýsa markinu sem Gylfi Sigurðsson skoraði úr vítaspyrnu gegn Hollendingum í Amsterdam, marki sem fór langt með það að tryggja okkur á EM.

Óborganlegur hrekkur þar sem Rikki var tekinn í bakaríið. Hlusta má á hann hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×