Enski boltinn

Ferguson: Þessir 1-0 sigrar skila Leicester titlinum eins og ég veit allt um

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sir Alex með stórvini sínum David Gill.
Sir Alex með stórvini sínum David Gill. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur Leicester vera á toppnum í ensku úrvalsdeildinni því það er einfaldlega besta liðið og það á skilið að vinna deildina að hans sögn.

Ferguson veit sitthvað um að vinna ensku úrvalsdeildina en hann gerði það þrettán sinnum frá 1993-2013 áður en hann sagði upp störfum og settist á helgan stein.

Leicester er með fimm stiga forskot á Tottenham í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn þegar bæði lið eiga sjö leiki eftir, en Arsenal lúmir þar fyrir aftan, ellefu stigum á eftir Leicester en á leik til góða.

„Leicester finnur bragðið af titlinum núna. Það er búið að vera lang besta liðið án nokkurs vafa og á skilið að vinna titilinn,“ segir Ferguson í viðtali við Sky Sports. „Maður myndi ætla að reynsluleysi liðsins myndi skipta máli en það er bara svo ótrúleg orka í þessu liði að það mun klára dæmið.“

„Til dæmis hefur liðið verið að vinna síðustu leiki, 1-0. Ég var með United eina leiktíðina þar sem við unnum átta leiki 1-0 og það skilaði okkur titlinum.“

„Þessir 1-0 sigrar eru virkilega mikilvægir því þeir skila stigum og þá ertu ekki að tapa. Leicester er algjörlega óhrædd við þessa stöðu sem liðið er komið í og það er mjög mikilvægt,“ segir Sir Alex Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×