Fótbolti

Bayern Munchen slátraði Werder Bremen

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty

Bayern Munchen var ekki í neinum vandræðum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en liðið bar sigur úr býtum í leik liðana, 5-0, á Allianz Arena.

Thiago Alcantara skoraði þrennu mörk fyrir FC Bayern, Thomas Muller eitt og Robert Lewandowski eitt.

Liðið er því sem fyrr í langefsta sæti deildarinnar með 66 stig, 12 stigum á undan Borussia Dortmund sem er í öðru sæti. Werder Bremen er í 15. sætinu með 27 stig og er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira