Fótbolti

Bayern Munchen slátraði Werder Bremen

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir/getty

Bayern Munchen var ekki í neinum vandræðum með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en liðið bar sigur úr býtum í leik liðana, 5-0, á Allianz Arena.

Thiago Alcantara skoraði þrennu mörk fyrir FC Bayern, Thomas Muller eitt og Robert Lewandowski eitt.

Liðið er því sem fyrr í langefsta sæti deildarinnar með 66 stig, 12 stigum á undan Borussia Dortmund sem er í öðru sæti. Werder Bremen er í 15. sætinu með 27 stig og er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira