Fótbolti

Ragnar fékk rautt í byrjun leiks en Krasnodar náði samt í þrjú stig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar og félagar eru í 3. sæti rússnesku deildarinnar.
Ragnar og félagar eru í 3. sæti rússnesku deildarinnar. vísir/afp

Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar unnu góðan sigur á Mordovya, 2-0, í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ragnar var í byrjunarliðinu að vanda en hann fékk aftur á móti rautt spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru gestirnir einum leikmanni færri út leikinn.

Fedor Smolov skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og er Krasnodar í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig, sex stigum á eftir FK Rostov og CSKA Mosvka sem eru í tveimur efstu sætunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira