Fótbolti

Ragnar fékk rautt í byrjun leiks en Krasnodar náði samt í þrjú stig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnar og félagar eru í 3. sæti rússnesku deildarinnar.
Ragnar og félagar eru í 3. sæti rússnesku deildarinnar. vísir/afp

Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar unnu góðan sigur á Mordovya, 2-0, í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ragnar var í byrjunarliðinu að vanda en hann fékk aftur á móti rautt spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og voru gestirnir einum leikmanni færri út leikinn.

Fedor Smolov skoraði eina mark leiksins eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og er Krasnodar í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig, sex stigum á eftir FK Rostov og CSKA Mosvka sem eru í tveimur efstu sætunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira