Sport

Krúttlegur riddari í hvítum karategalla | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
mynd/skjáskot

Myndböndin gerast vart krúttlegri en það sem sést hér að neðan þar sem ungur karatesnáði kemur stelpu til „varnar“ í karatetíma.

Stelpan unga var undir í baráttunni gegn kennara sínum sem var að kenna henni einhver trikk úr bókinni. Snáðinn litli var greinilega ekki ánægður með að illa væri komið fram við stelpuna. Greinilega vel uppalinn.

Hann hljóp því að kennaranum og gaf honum vænt högg í lærið (hann náði ekki ofar) til að láta hann vita að svona framkoma væri ekki í boði.

Snáðinn var svo fljótur að hlaupa aftur til síns hóps enda búinn að láta kennarann vita nákvæmlega hvað honum fannst um þetta athæfi.

Þessa ofhleðslu á krútti má sjá í myndbandinu hér að neðan.

LITTLE BOY DEFENDS GIRL: During a karate class, the master is sparring with a young girl and rolling her around a little bit when a boy in a neighboring group decides he's seen enough! http://bit.ly/1nD4Jam

Posted by Fox 32 Chicago on Friday, March 11, 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira