Körfubolti

Snýst allt um að vinna titla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kyrie Irving.
Kyrie Irving. vísir/getty

Kyrie Irving, stjarna Cleveland Cavaliers, vildi lítið ræða þau ummæli Stephen A. Smith, blaðamanns hjá ESPN, að leikmaðurinn væri óánægður í herbúðum Cavs.

Smith heldur því fram að Irving vilji komast frá félaginu.

„Ég þarf ekki að svara fyrir neitt. Það verður alltaf einhver misskilningur innan liða. Ég veit samt hvaða tækifæri við höfum hjá þessu liði. Við getum gert eitthvað sérstakt,“ sagði Irving en hann svaraði þessari frétt með 22 stigum og 6 stoðsendingum í sigri á Indiana.

„Það er alltaf verið að skrifa hitt og þetta um leikmenn. Það breytir engu fyrir mig og mitt líf. Þetta snýst allt um að vinna titla og að vinna titil fyrir Cleveland.“

Liðsfélagi Irving, LeBron James, sagði svona fréttir ekki trufla sig neitt og að hann tæki ekki mark á þeim.

NBA

Tengdar fréttirFleiri fréttir

Sjá meira