Körfubolti

Þakklátur fyrir annað tækifæri í Kína

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oden er vinsæll í Kína.
Oden er vinsæll í Kína. vísir/getty

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Greg Oden var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar árið 2007.

Á sjö ára ferli í NBA-deildinni tók Oden aðeins lítinn þátt á þremur tímabilum vegna meiðsla. Hann gat ekkert spilað fyrsta árið, spilaði svo í tvö ár áður en hann missti af þrem árum í röð. Hann spilaði svo örlítið með Miami Heat leiktíðina 2013-14. Í heildina spilaði hann 105 leik í NBA-deildinni.

Oden er ekki nema 28 ára gamall en er nú farinn að spila í Kína með Jiangsu Dragons. Þar er hann dýrkaður og dáður. Stuðningsmennirnir kalla hann hinn mikla konung.

Oden samdi við Drekana í ágúst á síðasta ári og hefur staðið sig vel. Hann nýtur lífsins í Kína og er þakklátur.

„Ég hef fengið frábært tækifæri hérna til þess að spila körfubolta. Ég hef ekki getað það lengi og er því þakklátur,“ sagði Oden sem býr á hóteli og sker sig óneitanlega úr fjöldanum í nýju landi.

„Ég er stór og svartur. Það er engin leið að fela sig. Ég er svo miklu stærri en allir aðrir. Oft finnst mér fólkið hérna vera hrætt við mig. Þegar fólk er það ekki og vill myndir hrifsar það fast í mig. Þetta er stundum svolítið skrítið.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira