Fótbolti

Bikarsigrar hjá íslenskum landsliðsmönnum | Theódór Elmar skoraði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theódór Elmar Bjarnason.var á skotskónum í kvöld.
Theódór Elmar Bjarnason.var á skotskónum í kvöld. Vísir/Getty

Íslensku landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson hjá rússneska félaginu Krasnodar og Theódór Elmar Bjarnason hjá danska félaginu AGF komust báðir áfram í bikarnum með liðum sínum í kvöld.

Theódór Elmar og félagar í AGF urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar en Ragnar og félagar í Krasnodar eru líka komnir í undanúrslit rússneska bikarsins eftir dramatískan sigur í framlengingu.

Theódór Elmar Bjarnason skoraði annað mark AGF í 3-0 útisigri á SönderjyskE í átta liða úrslitum danska bikarsins en markið hans kom á 23. mínútu leiksins. Morten Rasmussen hafði komið AGF í 1-0 strax á 8. mínútu og Jesper Lange innsiglaði síðan sigurinn á 72. mínútu.

Svíinn Andreas Granqvist skoraði eina markið í 1-0 sigri Krasnodar á Terek Grozny en markið hans kom á 115. mínútu leiksins.  Zenit Saint Petersburg og CSKA Moskva eru líka komin áfram í undanúrslitin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira