Innlent

Hækka verð á dagpassa í Strætó

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nýtt stakt gjald fyrir unga og aldna.
Nýtt stakt gjald fyrir unga og aldna. Visir/Vilhelm

Gjaldskrá Strætó hækkaði í gær. Mest hækka eins dags kort og þriggja daga kort. Eins dags kortin hækka um 50 prósent, úr 1.000 krónum í 1.500 krónur. Þriggja daga kortin hækka um 40 prósent, úr 2.500 krónum í 3.500 krónur.

Mun minni hækkun er á öðrum gjöldum. Stakt fargjald hækkar um 5 prósent og fer úr 400 krónum í 420 krónur. Á móti kemur sú nýjung að tekið verður  upp staðgreiðslugjald fyrir börn og ungmenni yngri en átján ára, öryrkja og aldraða. Það verður 210 krónur fyrir hverja ferð.

Árskort fyrir unglinga og nemendur hækka ekki og tekin verða upp árskort fyrir aldraða og öryrkja sem kosta munu 19.900 krónur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira