Fótbolti

Tískurisi æfur yfir nýju treyjunni: Svo ljót að líklega er þetta mannréttindabrot

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðmundur Jörundsson ætlar ekki að kaupa nýju treyjuna.
Guðmundur Jörundsson ætlar ekki að kaupa nýju treyjuna. vísir/vilhelm/anton brink
Íslenski hönnuðurinn og tískurisinn Guðmundur Jörundsson, eigandi JÖR, er vægast sagt æfur yfir nýju landsliðstreyju íslensku fótboltalandsliðanna sem kynnt var í gær.

Strákarnir okkar munu klæðast þessum nýja búning á Evrópumótinu í sumar þar sem karlalandsliðið verður í fyrsta sinn á stórmóti.

Hann er alls ekki sá eini sem er ósáttur við nýju treyjuna sem hönnuð er af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Errea. Þjóðin hafði sitt að segja um nýja búninginn eins og lesa má hér.

Guðmundur var ansi harðorður og skrifaði á Twitter-síðu sína:

Hann bætti svo um betur í viðtali við RÚV þar sem hann sagði: „Ég held að þetta sé ljótasti búningur sem landsliðið hefur verið í og er úr mörgum að velja. Ég varð bara raunverulega reiður þegar ég sá hann.“

Guðmundur segir í viðtalinu við RÚV að hann hafi boðist til að hanna nýja landsliðstreyju frítt. „En þetta er niðurstaðan. Hver vill líka kaupa þetta? Ekki myndi ég ganga í þessu,“ segir hann.

Nýi treyjusamningurinn skilar KSÍ miklum tekjum, en í fyrsta sinn fær KSÍ greitt frá íþróttavöruframleiðanda fyrir að klæðast ákveðnum búningum.

Í samtali við Vísi í gær sagði Geir Þorsteinsson að KSÍ fái tugi milljóna fyrir að spila í nýju treyjunum. Það var fyrirsögn á grein á Vísi, en þetta fannst Guðmundi um það:

Kvenna- og unglingalandsliðin byrja að nota nýju treyjuna með hausti, en íslensku liðin munu klæðast nýja búningnum næstu tvö árin. Nýr samningur KSÍ og Errea er til fjögurra ára.

Hér fyrir neðan er könnun þar sem lesendur geta sagt skoðun sína á nýja búningnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×