Erlent

Norður Kóreumenn skutu eldflaugum á haf út í mótmælaskyni

Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un.
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un.

Norður Kóreumenn skutu nokkrum skammdrægum eldflaugum í sjóinn undan ströndum landsins í nótt, að sögn suður kóreska varnarmálaráðuneytisins. Aðgerðir Norðanmanna koma aðeins nokkrum klukkustundrum eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað einróma að herða enn viðskiptabannið gegn ríkinu og hafa þær þvinganir aldrei verið harðari.

Talsmenn Suður Kóreumanna segjast enn vera að rannsaka hverskyns eldflaugum var skotið á loft en þeir staðfesta þó að allar hafi flaugarnar lent í sjónum en ekki á þeirra landshluta á Kóreuskaganum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira